Í upphafi var ekkert. Svo leið og beið, upphafsöldin kom og fór og hin svokallaða frumlífsöld (e. Proterozoic period) rann upp fyrir 2,5 milljörðum ára. Henni lauk fyrir um 542 milljónum ára og við tók fornlífsöld með tímabilin:

  • Kambríum,
  • Ordóvisíum,
  • Sílúr,
  • Devon,
  • Kol, og
  • Perm.

Á fornlífsöld hefst upphaf sýnilegs lífs; amöbur, þörungar og kórallar þróast í hryggleysingja, eðlur og fleiri dýr. Fornlífsöld lauk fyrir 252 milljón árum með mesta fjöldaútdauða í sögu jarðarinnar, þegar allt að 70% landdýra og 96% sjávardýra dóu út. Við tók Miðlífsöldin með sín þekktu Trías-, Júra- og Krítartímabil. 

Meira hér:

Hvað getur þú sagt mér um frumlífsöld? á Vísindavefnum

Aldauðinn í lok permtímabilsins á Wikipediu.

Á fornlífsöld komu m.a. fram stórir sæsporðdrekar og stærstur þeirra var Jaekelopterus rhenaniae. Ekki er mikið vitað um þennan risa sæsporðdrekanna og allar upplýsingar því að miklu leyti getgátur byggðar á öðrum tegundum stórra sæsporðdreka frá sama tímabili. Hvenær uppi: snemma á devon-tímabilinu, á pragían og emsían fyrir um 410 - 393 milljónum ára. Lengd: áætluð lengd er á bilinu 2,3 ...