Á fornlífsöld komu m.a. fram stórir sæsporðdrekar og stærstur þeirra var Jaekelopterus rhenaniae. Ekki er mikið vitað um þennan risa sæsporðdrekanna og allar upplýsingar því að miklu leyti getgátur byggðar á öðrum tegundum stórra sæsporðdreka frá sama tímabili. Hvenær uppi:… Continue Reading →
Drísileðlan (fræðih. Coelophysis) var grönn og lipur eðla með grannt og langt höfuð, margar og hvassar tennur og hlutfallslega stór augu. Hún gekk eða hljóp um á tveimur fótum og hafði 4 fingur á hvorri loppu/krumlu, þó virðist vera sem aðeins 3… Continue Reading →
Lúðurkemba (Parasaurolophus) er líka þekkt undir heitinu slóeðla á íslensku. Hún var af ætt andareðla og varð allt að 10 metra löng. Hún þekkist best á stórum beinkambi ofan á höfðinu. Heitið lúðurkemba dregur nafn sitt af stórum beinkambi ofan… Continue Reading →
Finngálknið (fræðih. Brachiosaurus) var, eins og flestar graseðlur (sauropods), með hlutfallslega lítið höfuð á óskaplega löngum hálsi. Það var hinsvegar ólíkt þeim flestum að því leyti að framfæturnir voru lengri en afturfæturnir og bakið hallaði því aftur af dýrinu líkt og… Continue Reading →
Gaddeðla (fræðih. Ankylosaurus) var uppi fyrir 70-66 milljónum ára síðan, á seinni hluta Krítartímabilsins. Hún var um 10 m löng og um 4 tonn að þyngd, með brynvarða húð og kylfu á enda halans sér til varnar. Sú kylfa var… Continue Reading →
Sigðeðlur (fræðih. Therizinosauridae) var tegund risaeðla af gerð svokallaðra ráneðla (lat. theropods) eins og t.a.m. grameðlur, þorneðlur og snareðlur, sem stóðu uppréttar á 2 sterkum afturfótum með veigaminni framútlimi. Sigðeðlurnar voru þó að öllum líkindum plöntuætur; þær fyrstu af gerð… Continue Reading →
Risaletidýrin Megatherium (af ættkvísl letidýra) voru á stærð við nútímafíla og höfðust við á jörðinni (héngu ekki í trjám eins og minni og léttari ættingjar þeirra). Risaletidýrin náðu allt að 6 metra lengd og 4 tonna þyngd og einungis nokkrar… Continue Reading →
Flugeðlan Quetzalcoatlus, eða snákeðla, (fræðiheiti Quetzalcoatlus northropi) dregur nafn sitt af hinum fiðraða snákaguði Quetzalcoatl frá Mið-Ameríku. Hún kom fram seint á Krítartímanum og er stærsta flugdýr sem vitað er um. Nýjustu rannsóknir áætla er að vænghaf hennar hafi verið 11-12 m…. Continue Reading →
Basilosaurus (eða konungseðla/eðlukonungur) er tegund stórra fornhvala frá því seint á Eosentímanum, fyrir um það bil 55-33,9 milljónum ára síðan. Tegundin hefur líkast til náð um 21 m lengd, með 1,5 m hauskúpu. Annar risahvalur hefur fræðiheitið Livyatan melvillei og kom… Continue Reading →
Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids). Á íslenska svæði Wikipediu stendur: „Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m… Continue Reading →
© 2025 Risaeðlur og fornir félagar — Powered by WordPress
Theme by Anders Noren — Up ↑