Loft
Flugdýr júratímans…

Blakeðla (fræðih. Dimorphodon) var uppi snemma á Júratímanum. Hún hafði leðurkennda vængi og var í raun fljúgandi skriðdýr sem hagaði sér nokkuð eins og sjófugl. Hún tilheyrir Ptetosauria-flokknum, sem voru hinar eiginlegu flugeðlur (en ekki fuglakyns).
- Stærð: 25 sm (vænghaf)
- Þyngd: 4 kg.
- Uppi fyrir: 200 milljónum ára.
- Blakeðla eftir Peter Montgomery (sótt 3.8.2018), birt undir ...
Eðlufuglinn öglir (fræðih. Archaeopteryx) kom fram seint á júratímanum, fyrir um 150 milljónum ára. Hann þróaðist út frá litlum kjötæturisaeðlum og hafði því einhver einkenni þaðan, svo sem tennur og langan hala. Öglir var framan af elsti og frumstæðasti fugl sem vitað var um og þar til nýverið talinn forfaðir allra fugla. Í kringum þúsaldamótin fundust fuglslegir steingervingar frá svipuðum ...