Glósur og punktar um ýmis fornsöguleg dýr.

Tag Suður-Ameríka

Tröllgramur

Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að… Continue Reading →

Títanslanga

Títanslangan var kyrkislanga sem kom fram á sjónarsviðið um 5 milljónum ára eftir aldauða risaeðlanna í hitabeltisfrumskógum Suður-Ameríku. Þrátt fyrir að hafa svipaða líkamsbyggð og bóa-kyrkislöngur hefur Títanslangan líklega veitt á sama hátt og anakondan; legið í launsátri, gert skyndiárás… Continue Reading →

Risaletidýr

Risaletidýrin Megatherium (af ættkvísl letidýra) voru á stærð við nútímafíla og höfðust við á jörðinni (héngu ekki í trjám eins og minni og léttari ættingjar þeirra). Risaletidýrin náðu allt að 6 metra lengd og 4 tonna þyngd og einungis nokkrar… Continue Reading →

Risahvalur – Basilosaurus

Basilosaurus (eða konungseðla/eðlukonungur) er tegund stórra fornhvala frá því seint á Eosentímanum, fyrir um það bil 55-33,9 milljónum ára síðan. Tegundin hefur líkast til náð um 21 m lengd, með 1,5 m hauskúpu.   Annar risahvalur hefur fræðiheitið Livyatan melvillei og kom… Continue Reading →

Svaneðlur

Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids). Á íslenska svæði Wikipediu stendur: „Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m… Continue Reading →

Risahákarl – megalodon

Risahákarlinn Megalodon kom fram á sjónarsviðið um 40 milljón árum eftir risaeðlunum, og var uppi fyrir 25-2,6  milljón árum síðan. Hann er stærsta fiskdýrið sem vitað er um, ef marka má  steingerðar tennur og hryggjarliði. Lögun tannanna bendir til náins… Continue Reading →

© 2025 Risaeðlur og fornir félagar — Powered by WordPress

Theme by Anders NorenUp ↑