Krítartímabilið
Krítartímabilið nær frá lokum júratímabilsins fyrir um 146 milljónum ára til upphafs paleógentímabilsins (fyrsta hluta nýlífsaldar) fyrir 65,5 milljónum ára. Við lok krítartímabilsins lauk einnig miðlífsöld og nýlífsöld tók við. Skilin á milli krítar- og paleógentímabilsins marka einn mesta fjöldaútdauða jarðsögunnar, þegar risaeðlurnar dóu út.
Á krítartímabilinu brotnaði risameginlandið Pangea endanlega upp í þau meginlönd Jarðar sem við þekkjum nú, þrátt fyrir að þá hafi lega þeirra verið talsvert frábrugðin legu þeirra í dag.
Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að því að talið er. Hvenær uppi: fyrir um 98- 97 milljónum ára (síð-krítartímabil / mið-krít) Hæð/lengd: Heillegustu minjar tröllgrams benda ...
Lúðurkemba (Parasaurolophus) er líka þekkt undir heitinu slóeðla á íslensku. Hún var af ætt andareðla og varð allt að 10 metra löng. Hún þekkist best á stórum beinkambi ofan á höfðinu. Heitið lúðurkemba dregur nafn sitt af stórum beinkambi ofan á höfði eðlunnar, sem vísindamenn telja að hafi verið notaður til að skapa hávært hljóð með því að blása í ...
Krókódílshermi (fræðih. Suchomimus) svipaði til þorneðlu en var heldur minni. Hann var að vísu ekki með sambærilegt segl á bakinu, en hafði langt trýni, gekk um á tveimur fótum og lifði á fiski. Stærð: allt að 4 m á hæð, 9,5 - 11 m á lengd Þyngd: 2,5 - 5,2 tonn Uppi fyrir: 125 - 112 milljónum ára á svæði ...
Gaddeðla (fræðih. Ankylosaurus) var uppi fyrir 70-66 milljónum ára síðan, á seinni hluta Krítartímabilsins. Hún var um 10 m löng og um 4 tonn að þyngd, með brynvarða húð og kylfu á enda halans sér til varnar. Sú kylfa var líklega um 50 kg úr samvöxnum beinum og því stórhættuleg þegar gaddeðlan sveiflaði henni í kringum sig og Nákominn ættingi ...
Sigðeðlur (fræðih. Therizinosauridae) var tegund risaeðla af gerð svokallaðra ráneðla (lat. theropods) eins og t.a.m. grameðlur, þorneðlur og snareðlur, sem stóðu uppréttar á 2 sterkum afturfótum með veigaminni framútlimi. Sigðeðlurnar voru þó að öllum líkindum plöntuætur; þær fyrstu af gerð ráneðla. Sigðeðlum hefur verið skipt í 5 ættkvíslir; (Beipiaosaurus, Falcarius, Alxasaurus, Erlikosaurus og Therizinosaurus (sem ber tegundarheitið sem “hin eiginlega” ...
Flugeðlan Quetzalcoatlus, eða snákeðla, (fræðiheiti Quetzalcoatlus northropi) dregur nafn sitt af hinum fiðraða snákaguði Quetzalcoatl frá Mið-Ameríku. Hún kom fram seint á Krítartímanum og er stærsta flugdýr sem vitað er um. Nýjustu rannsóknir áætla er að vænghaf hennar hafi verið 11-12 m. Fyrstu steingervingar snákeðlunnar fundust í Texasfylki í Bandaríkjunum ...
Hálsstuttu svaneðlurnar Kronosaurus hafa oft/stundum verið nefndar Gáseðlur á íslensku. Þær náðu 9-12 m lengd, voru gríðarleg rándýr og veiddu risasmokkfiska, ammoníta og mögulega fiskeðlur sér til matar. Meira hér: Australian Museum Kronosaurus á vef New Dinosaur (með myndum) Prehistoric wildlife ...
Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids). Á íslenska svæði Wikipediu stendur: „Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m að lengd. Árið 2004 fann sjómaður í Somerset í Bretlandi unga ...
Grameðlan (fræðih. Tyrannosaurus Rex) er sú risaeðla sem flestir þekkja og eins og fræðiheitið gefur til kynna, eiginlegur konungur þeirra í huga margra. Hún gekk um á öflugum afturfótum og hélt jafnvægi með stórum halanum, en örsmáir framfæturnir náðu ekki einu sinni upp í skoltinn á henni. Ekki er alveg vitað fyrir víst hvort grameðlan veiddi sér til matar eða ...