Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að því að talið er.
Hvenær uppi: fyrir um 98- 97 milljónum ára (síð-krítartímabil / mið-krít)
Hæð/lengd: Heillegustu minjar tröllgrams benda til þess að tegundin hafi náð 12 – 13 metra lengd og höfuðkúpan á bilinu 150 – 180 cm á lengd.
Þyngd: líklega 6-8 tonn, þó allt frá 4,2 tonnum til 13,8 tonna hafi verið nefnd.
Mataræði: stórir grasbítar
Fundarstaðir: Argentína í Suður-Ameríku.
Áhugavert: Tröllgramurinn er skyldur háftannseðlum (lat. Carcharodontosaurus) og rök hafa verið færð fyrir því að þetta séu tvær ættkvíslir sömu eðlunnar; Suður-Ameríkutegundin og Norður-Ameríkutegundin.
Tröllgramur hafði 4 fingur á hvorum framfæti, en aðrar svipaðar eðlur þess tíma og síðar (t.a.m. grameðla og þorneðla) höfðu ekki nema 3 fingur.
Önnur risaeðla, njarðareðlan, ber fræðiheiti sem er ansi líkt fræðiheiti tröllgramsins. Munurinn liggur í einu o-i í miðju heiti, en fræðiheiti tröllgramsins er giganoto-saurus og njarðareðlunnar giganto-saurus. Þær eru þó afskaplega ólíkar; njarðareðlan er hálslangur grasbítur frá síð-júratímabilinu, en tröllgramurinn risastór kjötæta frá krítartímabili.