Á fornlífsöld komu m.a. fram stórir sæsporðdrekar og stærstur þeirra var Jaekelopterus rhenaniae. Ekki er mikið vitað um þennan risa sæsporðdrekanna og allar upplýsingar því að miklu leyti getgátur byggðar á öðrum tegundum stórra sæsporðdreka frá sama tímabili. 

Hvenær uppi: snemma á devon-tímabilinu, á pragían og emsían fyrir um 410 – 393 milljónum ára. 
Lengd: áætluð lengd er á bilinu 2,3 til 2,6 m frá höfði aftur á hala.
Mataræði: rándýr (kjötæta)
Fundarstaðir: Þýskaland (einn steingervingur), en fleiri tegundir stórra sæsporðdreka hafa fundist við strendur bresku eyjanna og í Norður-Ameríku. 
Áhugavert: Ýmislegt bendir til þess að jaekelopterus hafi lifað í fersku vatni þrátt fyrir heitið (sæ-sporðdreki) en mögulega gátu þeir lifað bæði í saltvatni og ferskvatni. Þeir hafa mjög líklega getað gengið stuttar vegalengdir uppi á landi og þannig komist á milli.  

Meira um jaekelopterus:
Vefsíðan Prehistoric Wildlife
Efni á Wikipediu

Þekktari tegund sæsporðdreka er pterygotus sem fram kom á sílúr-tímabilinu og fyrirfannst fram á mitt devon-tímabilið. Sú tegund er töluvert minni en ansi stór engu að síður. 

Hvenær uppi: seint á sílúr (fyrir 444 – 419 milljónum ára) fram á mitt devon. 
Lengd: Einstaka dýr hafa náð allt að 175 cm lengd en það gat verið töluverður munur á milli sporðdrekategunda. 
Mataræði: rándýr 
Fundarstaðir: Mest í sílúr-jarðlögum í Evrópu, sérstaklega við Bretlandseyjar og í devon-jarðlögum Norður-Ameríku.

Meira um pterygotus:
Vefsíða Prehistoric Wildlife   
Efni á Wikipediu

Samanburður nokkurra tegunda fornsögulegra sæsporðdreka. Mynd tekin af vef Prehistoric Wildlife.