Ég heiti Gréta Hauksdóttir og hef hugsað þetta vefsvæði sem nokkurs konar safn upplýsinga sem ég hef og mun viða að mér. Fyrst og fremst er þessu samansafni ætlað að auðvelda mér uppflettingar á því sem sonur minn (fæddur í desember 2011) biður mig að staðfesta varðandi hverja eðlu eða hvert fornsögulegt dýr sem hann hefur kynnt sér eða lesið um.

Menntun mín kemur fyrst og fremst úr hönnun, tungumálum og bókmenntum, en ekki fornleifa- eða líffræði, svo ég biðst fyrirfram afsökunar á öllum villum. Einhverjar upplýsingar um heimildir mínar má finna neðst á þessari síðu og svo stundum við hvert dýr fyrir sig. En endilega látið mig vita ef þið rekist á eitthvað sem mætti laga.

Heimildir (ekki tæmandi listi):

  • Örnólfur Thorlacius, Náttúrufræðingurinn, 77. árg, hefti 1-2, 2008.
  • Á risaeðlusafninu (2011). dr. Jen Green, ísl. þýðing: Hálfdan Ómar Hálfdanarson, fornlífsfræðingur. Útgefandi Unga ástin mín ehf. Heiti á frummáli: The Dinosaur Museum (2008).