Kvikmyndirnar um Júragarðinn fjalla um vísindamenn sem tekst með erfðatækni að endurskapa nokkrar hinna útdauðu risaeðlna. Í næstsíðustu myndinni bæta þeir um betur og skapa nýja ofureðlu, Hamfaraeðluna, úr erfðaefni fleiri enn einnar dýrategundar.

Meginstef Júragarðsmyndanna

Júragarðurinn (e. Jurassic Park, 1993)
Horfinn heimur: Júragarðurinn (e. The Lost World: Jurassic Park, 1997)
Júragarðurinn III (e. Jurassic Parc III, 2001)

Júraheimurinn (e. Jurassic World, 2015)
Júraheimurinn: Fallið veldi(?) (e. Jurassic World: Fallen Kingdom, 2018)

Stefnt er að útgáfu 6. myndarinnar árið 2021, en þó má velta fyrir sér hvort efniviðurinn verði þá ekki orðinn ansi þunnur þrettándi.

[uppfært 14.6.2020]