Landdýr Tríastímabilsins

Drísileðlan (fræðih. Coelophysis) var grönn og lipur eðla með grannt og langt höfuð, margar og hvassar tennur og hlutfallslega stór augu. Hún gekk eða hljóp um á tveimur fótum og hafði 4 fingur á hvorri loppu/krumlu, þó virðist vera sem aðeins 3 þeirra hafi verið nothæfir (sá fjórði hafi verið frekar lítill eða inngróinn). Drísileðlan var ein fyrsta kjötætan í hóp risaeðla ...