Latneska heitið Velociraptor merkir „snarræningi“ enda voru eðlurnar rándýr og snarar í snúningum. Þær voru á stærð við úlfa og veiddu líklega í hópum svipað og úlfar og ljón nútímans. Snareðlur voru fiðraðar og líktust fuglum fremur en eðlum í… Continue Reading →
Þríbrotar eru nokkurskonar einkennisdýr fornlífsaldar vegna útbreiðslu sinnar og fjölda steingervinga sem fundist hafa. Nafnið þríbroti vísar í þrískiptan líkama dýrsins; höfuð (cephalon), framlið (thorax) og afturlið (pygidium). Höfuð þríbrotanna er afar breytilegt eftir ættkvíslum. Hvenær uppi: Þríbrotar birtust fyrir… Continue Reading →
Á fornlífsöld komu m.a. fram stórir sæsporðdrekar og stærstur þeirra var Jaekelopterus rhenaniae. Ekki er mikið vitað um þennan risa sæsporðdrekanna og allar upplýsingar því að miklu leyti getgátur byggðar á öðrum tegundum stórra sæsporðdreka frá sama tímabili. Hvenær uppi:… Continue Reading →
Forfaðir hvala var ferfætt landdýr á stærð við hund og með fit milli tánna. Nafnið; Paki-hvalur á íslensku, er dregið af landinu Pakistan því steingervingar dýrsins hafa fundist þar sem það land er nú. Pakicetus hélt sig við strendur og… Continue Reading →
Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að… Continue Reading →
Drísileðlan (fræðih. Coelophysis) var grönn og lipur eðla með grannt og langt höfuð, margar og hvassar tennur og hlutfallslega stór augu. Hún gekk eða hljóp um á tveimur fótum og hafði 4 fingur á hvorri loppu/krumlu, þó virðist vera sem aðeins 3… Continue Reading →
Lúðurkemba (Parasaurolophus) er líka þekkt undir heitinu slóeðla á íslensku. Hún var af ætt andareðla og varð allt að 10 metra löng. Hún þekkist best á stórum beinkambi ofan á höfðinu. Heitið lúðurkemba dregur nafn sitt af stórum beinkambi ofan… Continue Reading →
Títanslangan var kyrkislanga sem kom fram á sjónarsviðið um 5 milljónum ára eftir aldauða risaeðlanna í hitabeltisfrumskógum Suður-Ameríku. Þrátt fyrir að hafa svipaða líkamsbyggð og bóa-kyrkislöngur hefur Títanslangan líklega veitt á sama hátt og anakondan; legið í launsátri, gert skyndiárás… Continue Reading →
Kimmerosaurus var sjávarskriðdýr sem lifði á því svæði sem Bretlandseyjar eru nú. Eins og aðrar svaneðlur var hún straumlínulaga kjötæta. Hvenær uppi: á síð-júra; á Kimmeridgean-tímabilinu fyrir um 154-149 milljónum ára síðan. Lengd: 6 metrar (áætlað út frá takmörkuðum upplýsingum) Þyngd:… Continue Reading →
Listi yfir latnesk heiti risaeðla og samsvarandi íslensk heiti þeirra. Mörg þeirra minna þekktu hef ég fundið í greinum Jóns Más Halldórssonar, líffræðings, á Vísindavef Háskóla Íslands. Fræðiheiti Íslenskt heiti Andrewsarchus andrakárni Entelodont heljarsvín (JMH) Indricotherium beljaki, tröllasni Phorusrhacidae ógnarfuglar… Continue Reading →
© 2025 Risaeðlur og fornir félagar — Powered by WordPress
Theme by Anders Noren — Up ↑