Eftir lok miðlífsaldar, og þar með risaeðlutímanum að mestu leyti, upphófst nýlífsöld (e. Cenozoic Era). Það tímabil, sem stóð frá því fyrir um 66 milljónum ára og fram á okkar daga, er líka þekkt sem tímabil spendýra, og á fyrri hluta nýlífsaldar komu fram mörg risaspendýr, áþekk dýrum sem við þekkjum í dag en miklu stærri.

Nýlífsöld skiptist í þrennt:

  • Palógen, eða forna tímabilið, sem hófst fyrir 65,5 milljónum ára og lauk fyrir 23,03 milljónum ára.
  • Neógen sem hófst fyrir 23,03 ± 0,05 milljón árum og lauk fyrir 2,588 milljón árum. Á þessum tíma þróuðust spendýr og fuglar yfir í tegundir sem líkjast þeim sem við þekkjum í dag. Fyrstu aparnir af mannætt litu dagsins ljós í Afríku.
    Talið er að Ísland hafi orðið til sem eyja í upphafi míósen, sem er fyrsta tímabil neógen.
  • Kvarter sem hófst fyrir 2,588 ± 0,005 milljón árum og stendur enn yfir. Kvartertímabilið skiptist í tvö tímabil: Pleistósentímabilið (tímabil síðustu ísalda) og Hólósentímabilið (nútímann). Sumir hafa stungið upp á þriðja tímabilinu: Mannskepnutímabilinu á eftir Hólósentímabilinu, til að leggja áherslu á áhrif mannskepnunnar á umhverfi og loftslag á jörðinni.
Forfaðir hvala var ferfætt landdýr á stærð við hund og með fit milli tánna. Nafnið; Paki-hvalur á íslensku, er dregið af landinu Pakistan því steingervingar dýrsins hafa fundist þar sem það land er nú. Pakicetus hélt sig við strendur og ...
Títanslangan var kyrkislanga sem kom fram á sjónarsviðið um 5 milljónum ára eftir aldauða risaeðlanna í hitabeltisfrumskógum Suður-Ameríku. Þrátt fyrir að hafa svipaða líkamsbyggð og bóa-kyrkislöngur hefur Títanslangan líklega veitt á sama hátt og anakondan; legið í launsátri, gert skyndiárás ...
Basilosaurus (eða konungseðla/eðlukonungur) er tegund stórra fornhvala frá því seint á Eosentímanum, fyrir um það bil 55-33,9 milljónum ára síðan. Tegundin hefur líkast til náð um 21 m lengd, með 1,5 m hauskúpu. Annar risahvalur hefur fræðiheitið Livyatan melvillei og ...
Risahákarlinn Megalodon kom fram á sjónarsviðið um 40 milljón árum eftir risaeðlunum, og var uppi fyrir 25-2,6  milljón árum síðan. Hann er stærsta fiskdýrið sem vitað er um, ef marka má  steingerðar tennur og hryggjarliði. Lögun tannanna bendir til náins ...