Risahákarlinn Megalodon kom fram á sjónarsviðið um 40 milljón árum eftir risaeðlunum, og var uppi fyrir 25-2,6 milljón árum síðan. Hann er stærsta fiskdýrið sem vitað er um, ef marka má steingerðar tennur og hryggjarliði.
Lögun tannanna bendir til náins skyldleika milli megalodon og nútíma hvítháfs (carcharodon carcharias, great white shark) og að líklega hafi þeir verið svipaðir í útliti.
Flestir vísindamenn hallast að því að meðalstærð megalodon hafi verið 10,2 metrar en þeir stærstu orðið allt að 17,9 m.
Sumir vilja meina að megalodon hafi ekki dáið út að fullu fyrr en fyrir 1,5 milljónum ára.
Um risahákarlinn á Britannica-vefnum.