Basilosaurus (eða konungseðla/eðlukonungur) er tegund stórra fornhvala frá því seint á Eosentímanum, fyrir um það bil 55-33,9 milljónum ára síðan. Tegundin hefur líkast til náð um 21 m lengd, með 1,5 m hauskúpu.
Annar risahvalur hefur fræðiheitið Livyatan melvillei og kom fram fyrir 12-13 milljónum ára. Áætlað er að hann hafi náð 13-16 metrum að lengd, en einu leifarnar af honum er þriggja metra löng hauskúpa sem fannst í eyðimörk í Perú, sem gefur til kynna að hvalurinn hafi synt um suðaustanvert Kyrrahafið. Lengstu tennur þessa risahvals eru yfir 36 sm að lengd.
Meira hér um Melvil-hvalinn:
NYiT (New York Institute of Technology)
Nature – International weekly journal of science
(mynd sótt af vef Britannica 1. ágúst 2020)