Kimmerosaurus var sjávarskriðdýr sem lifði á því svæði sem Bretlandseyjar eru nú. Eins og aðrar svaneðlur var hún straumlínulaga kjötæta.
Hvenær uppi: á síð-júra; á Kimmeridgean-tímabilinu fyrir um 154-149 milljónum ára síðan.
Lengd: 6 metrar (áætlað út frá takmörkuðum upplýsingum)
Þyngd: 1 tonn (áætlað út frá takmörkuðum upplýsingum)
Mataræði: Fiskar, hákarlar.
Fundarstaðir: Dorset á Englandi.
Áhugavert: Einungis hauskúpa og nokkrir hálshryggjarliðir hafa fundist af þessari eðlu, svo ágiskanir um útlit hennar eru mjög takmarkaðar. Nafn eðlunnar vísar í bæinn Kimmeridge við Dorset-ströndina. Tímabilið Kimmeridgean tekur nafn sitt líka af sama bæ, eða í raun setlögum frá tilteknum tíma í jarðarsögunni (Kimmeridgean clay formation).