Þekktustu lagardýr (vatnadýr) Krítartímans eru líklega svaneðlur skiptust í hálslangar og hálsstuttar vatnaeðlur. En nokkrar tegundir áttu sér heimkynni bæði uppi á landi og í vatni. Þar má nefna krókódílshermi.

Krókódílshermi (fræðih. Suchomimus) svipaði til þorneðlu en var heldur minni. Hann var að vísu ekki með sambærilegt segl á bakinu, en hafði langt trýni, gekk um á tveimur fótum og lifði á fiski. Stærð: allt að 4 m á hæð, 9,5 - 11 m á lengd Þyngd: 2,5 - 5,2 tonn Uppi fyrir: 125 - 112 milljónum ára á svæði ...
Hálsstuttu svaneðlurnar Kronosaurus hafa oft/stundum verið nefndar Gáseðlur á íslensku. Þær náðu 9-12 m lengd, voru gríðarleg rándýr og veiddu risasmokkfiska, ammoníta og mögulega fiskeðlur sér til matar. Meira hér: Australian Museum Kronosaurus á vef New Dinosaur (með myndum) Prehistoric wildlife ...
Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids). Á íslenska svæði Wikipediu stendur: „Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m að lengd. Árið 2004 fann sjómaður í Somerset í Bretlandi unga ...