Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids).

Á íslenska svæði Wikipediu stendur:

Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m að lengd. Árið 2004 fann sjómaður í Somerset í Bretlandi unga svaneðlu.

Sú kenning hefur verið sett fram að minni svaneðlur hafi skriðið upp á ströndina til að verpa eggjum en nú er talið að svaneðlur hafi átt lifandi unga. Steingervingar svaneðla benda til þess að þær hafi gengið með og fætt einn unga og hafa sennilega annast afkvæmin eins og nútíma hvalir.

Hin fjögur bægsli eða sundhreifar eru ólíkir nútímadýrum (sæskjaldbökur nútímans synda eingöngu með framhreifum) og eru getgátur um hvernig sundtækni svaneðla var háttað.“

Meira hér:

Svaneðlur á Wikipediu

Encyclopædia Britannica