Krókódílshermi (fræðih. Suchomimus) svipaði til þorneðlu en var heldur minni. Hann var að vísu ekki með sambærilegt segl á bakinu, en hafði langt trýni, gekk um á tveimur fótum og lifði á fiski.

Stærð: allt að 4 m á hæð, 9,5 – 11 m á lengd

Þyngd: 2,5 – 5,2 tonn

Uppi fyrir: 125 – 112 milljónum ára á svæði sem nú er landið Níger (í Vestur-Afríku, sunnan Sahara).

Hér sjást stærð þorneðlu (svört) og krókódílshermis (blár) í samanburði við meðalmann.

 

Mynd: Sótt 16.11.2018 af vef Wikipediu. Höfundur PaleoGeekSquared. Birt með leyfi Creative Commons CC-BY-SA 4.0