Tríastímabilið (e. Triassic Period) er jarðsögulegt tímabil sem nær frá 245 til 202 milljónum ára fyrir okkar tímatal. Trías er fyrsta tímabil miðlífsaldar (e. Mesozoic Era) en hin næstu eru júratímabilið (e. Jurassic Era) og svo krítartímabilið (e. Cretaceous Era).
Á tríastímanum var enn aðeins eitt meginland á jörðinni; risameginlandið Pangea sem þó var farið að gliðna í sundur.
Drísileðlan (fræðih. Coelophysis) var grönn og lipur eðla með grannt og langt höfuð, margar og hvassar tennur og hlutfallslega stór augu. Hún gekk eða hljóp um á tveimur fótum og hafði 4 fingur á hvorri loppu/krumlu, þó virðist vera sem aðeins 3 ...
Fiskeðlur (ichthyosaurs) réðu lögum og lofum í höfum snemma á Tríastímanum, fyrir um 251 milljón ára (um 20 milljónum ára á undan risaeðlunum). Útlit þeirra þróaðist frá því að líkjast eðlu með ugga í það að líkjast (kúlulaga) fiskum frekar ...
Þekktustu flugeðlurnar komu ekki fram fyrr en í upphafi Júratímans, en þó voru þessar fjúgandi verur aðeins farnar að birtast seint á Tríastímanum. Heldur færri heimilidir er að finna um þær og mér hefur (enn) ekki tekist að finna hvort ...
Broteðlur (fræðiheiti Placodonts) voru 1-3 m löng sjávardýr sem komu fram og dóu út á Tríastímanum. Þær héldu sig á grunnsævi nálægt ströndum Tethýshafsins og lifðu á botndýrum og skeldýrum. Meira hér: Sjávarskriðdýr á miðlífsöld eftir Auði Þorleifsdóttur (.pdf) ...