Þekktustu flugeðlurnar komu ekki fram fyrr en í upphafi Júratímans, en þó voru þessar fjúgandi verur aðeins farnar að birtast seint á Tríastímanum. Heldur færri heimilidir er að finna um þær og mér hefur (enn) ekki tekist að finna hvort þær hafi fengið íslensk heiti.
Meðal þessara fyrstu flugeðla má nefna:
Bergamodactylus var ein smæsta flugeðlan sem þekkt er; með vænghaf aðeins 46,5 sm.
Carniadactylus var uppi fyrir um 228 milljónum ára. Hún var svipuð ættingja sínum Eudimorphodon í útliti en töluvert minni.
Caviramus var þeirra stærst, með um 135 sm vænghaf.
Eudimorphodon hafði 110 tennur í 6 sm löngum goggi sínum, um 100 sm vænghaf og vóg um 10 kg.
Heimildir og ítarefni:
-
- Bergamodactylus á Wikipediu
- Carniadactylus á Wikipediu
- Caviramus á Wikipediu
- Eudimorphodon á Wikipediu
- Listi yfir flugeðlur á Wikipediu og hvaða tímabili þær tilheyrðu (enska)
- Um flugeðlur á vef Live Science (á ensku)