Latneska heitið Velociraptor merkir „snarræningi“ enda voru eðlurnar rándýr og snarar í snúningum. Þær voru á stærð við úlfa og veiddu líklega í hópum svipað og úlfar og ljón nútímans. Snareðlur voru fiðraðar og líktust fuglum fremur en eðlum í… Continue Reading →
Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að… Continue Reading →
Drísileðlan (fræðih. Coelophysis) var grönn og lipur eðla með grannt og langt höfuð, margar og hvassar tennur og hlutfallslega stór augu. Hún gekk eða hljóp um á tveimur fótum og hafði 4 fingur á hvorri loppu/krumlu, þó virðist vera sem aðeins 3… Continue Reading →
Finngálknið (fræðih. Brachiosaurus) var, eins og flestar graseðlur (sauropods), með hlutfallslega lítið höfuð á óskaplega löngum hálsi. Það var hinsvegar ólíkt þeim flestum að því leyti að framfæturnir voru lengri en afturfæturnir og bakið hallaði því aftur af dýrinu líkt og… Continue Reading →
Sigðeðlur (fræðih. Therizinosauridae) var tegund risaeðla af gerð svokallaðra ráneðla (lat. theropods) eins og t.a.m. grameðlur, þorneðlur og snareðlur, sem stóðu uppréttar á 2 sterkum afturfótum með veigaminni framútlimi. Sigðeðlurnar voru þó að öllum líkindum plöntuætur; þær fyrstu af gerð… Continue Reading →
Grameðlan (fræðih. Tyrannosaurus Rex) er sú risaeðla sem flestir þekkja og eins og fræðiheitið gefur til kynna, eiginlegur konungur þeirra í huga margra. Hún gekk um á öflugum afturfótum og hélt jafnvægi með stórum halanum, en örsmáir framfæturnir náðu ekki… Continue Reading →
© 2025 Risaeðlur og fornir félagar — Powered by WordPress
Theme by Anders Noren — Up ↑