Þrátt fyrir skáldsögur og bíómyndir um Júragarð dr. Johns Hammond séu kenndar við Júratímabilið þá voru flestar þekktustu eðlanna uppi á Krítartímanum, sem er það síðasta fyrir aldauða risaeðlanna.

Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að því að talið er.  Hvenær uppi: fyrir um 98- 97 milljónum ára (síð-krítartímabil / mið-krít) Hæð/lengd:  Heillegustu minjar tröllgrams benda ...
Lúðurkemba (Parasaurolophus) er líka þekkt undir heitinu slóeðla á íslensku. Hún var af ætt andareðla og varð allt að 10 metra löng. Hún þekkist best á stórum beinkambi ofan á höfðinu.  Heitið lúðurkemba dregur nafn sitt af stórum beinkambi ofan á höfði eðlunnar, sem vísindamenn telja að hafi verið notaður til að skapa hávært hljóð með því að blása í ...
Krókódílshermi (fræðih. Suchomimus) svipaði til þorneðlu en var heldur minni. Hann var að vísu ekki með sambærilegt segl á bakinu, en hafði langt trýni, gekk um á tveimur fótum og lifði á fiski. Stærð: allt að 4 m á hæð, 9,5 - 11 m á lengd Þyngd: 2,5 - 5,2 tonn Uppi fyrir: 125 - 112 milljónum ára á svæði ...
Gaddeðla (fræðih. Ankylosaurus) var uppi fyrir 70-66 milljónum ára síðan, á seinni hluta Krítartímabilsins. Hún var um 10 m löng og um 4 tonn að þyngd, með brynvarða húð og kylfu á enda halans sér til varnar. Sú kylfa var líklega um 50 kg úr samvöxnum beinum og því stórhættuleg þegar gaddeðlan sveiflaði henni í kringum sig og Nákominn ættingi ...
Sigðeðlur (fræðih. Therizinosauridae) var tegund risaeðla af gerð svokallaðra ráneðla (lat. theropods) eins og t.a.m. grameðlur, þorneðlur og snareðlur, sem stóðu uppréttar á 2 sterkum afturfótum með veigaminni framútlimi. Sigðeðlurnar voru þó að öllum líkindum plöntuætur; þær fyrstu af gerð ráneðla. Sigðeðlum hefur verið skipt í 5 ættkvíslir; (Beipiaosaurus, Falcarius, Alxasaurus, Erlikosaurus og Therizinosaurus (sem ber tegundarheitið sem “hin eiginlega” ...
Grameðlan (fræðih. Tyrannosaurus Rex) er sú risaeðla sem flestir þekkja og eins og fræðiheitið gefur til kynna, eiginlegur konungur þeirra í huga margra. Hún gekk um á öflugum afturfótum og hélt jafnvægi með stórum halanum, en örsmáir framfæturnir náðu ekki einu sinni upp í skoltinn á henni. Ekki er alveg vitað fyrir víst hvort grameðlan veiddi sér til matar eða ...