Risaletidýrin Megatherium (af ættkvísl letidýra) voru á stærð við nútímafíla og höfðust við á jörðinni (héngu ekki í trjám eins og minni og léttari ættingjar þeirra). Risaletidýrin náðu allt að 6 metra lengd og 4 tonna þyngd og einungis nokkrar tegundir landspendýra voru stærri, þar á meðal loðfílar (mammútar) og hinir hornlausu nashyrningar Paraceratherium frá Evrasíu.
Risaletidýrin voru uppi frá því um 5 milljónum til 12 þúsund árum fyrir okkar tímatal. Þau náðu mikilli útbreiðslu í Suður-Ameríku, og aðeins í Norður-Ameríku eftir að landtenging eða landbrú myndaðist milli heimsálfanna tveggja.
Meira hér: