Flugeðlan Quetzalcoatlus, eða snákeðla, (fræðiheiti Quetzalcoatlus northropi) dregur nafn sitt af hinum fiðraða snákaguði Quetzalcoatl frá Mið-Ameríku. Hún kom fram seint á Krítartímanum og er stærsta flugdýr sem vitað er um. Nýjustu rannsóknir áætla er að vænghaf hennar hafi verið 11-12 m.

Fyrstu steingervingar snákeðlunnar fundust í Texasfylki í Bandaríkjunum.