Latneska heitið Velociraptor merkir „snarræningi“ enda voru eðlurnar rándýr og snarar í snúningum. Þær voru á stærð við úlfa og veiddu líklega í hópum svipað og úlfar og ljón nútímans. Snareðlur voru fiðraðar og líktust fuglum fremur en eðlum í… Continue Reading →
Tröllgramur (lat. giganotosaurus), líka nefnd jötuneðla, var svipaður að hæð og grameðla (tyrannosaurus rex) en þyngri, lengri og hraðskreiðari en grameðlan. Haus eðlunnar var á stærð við baðkar en þrátt fyrir það stóð grameðlan henni framar hvað varðar vitsmuni að… Continue Reading →
Lúðurkemba (Parasaurolophus) er líka þekkt undir heitinu slóeðla á íslensku. Hún var af ætt andareðla og varð allt að 10 metra löng. Hún þekkist best á stórum beinkambi ofan á höfðinu. Heitið lúðurkemba dregur nafn sitt af stórum beinkambi ofan… Continue Reading →
Krókódílshermi (fræðih. Suchomimus) svipaði til þorneðlu en var heldur minni. Hann var að vísu ekki með sambærilegt segl á bakinu, en hafði langt trýni, gekk um á tveimur fótum og lifði á fiski. Stærð: allt að 4 m á hæð,… Continue Reading →
Gaddeðla (fræðih. Ankylosaurus) var uppi fyrir 70-66 milljónum ára síðan, á seinni hluta Krítartímabilsins. Hún var um 10 m löng og um 4 tonn að þyngd, með brynvarða húð og kylfu á enda halans sér til varnar. Sú kylfa var… Continue Reading →
Sigðeðlur (fræðih. Therizinosauridae) var tegund risaeðla af gerð svokallaðra ráneðla (lat. theropods) eins og t.a.m. grameðlur, þorneðlur og snareðlur, sem stóðu uppréttar á 2 sterkum afturfótum með veigaminni framútlimi. Sigðeðlurnar voru þó að öllum líkindum plöntuætur; þær fyrstu af gerð… Continue Reading →
Flugeðlan Quetzalcoatlus, eða snákeðla, (fræðiheiti Quetzalcoatlus northropi) dregur nafn sitt af hinum fiðraða snákaguði Quetzalcoatl frá Mið-Ameríku. Hún kom fram seint á Krítartímanum og er stærsta flugdýr sem vitað er um. Nýjustu rannsóknir áætla er að vænghaf hennar hafi verið 11-12 m…. Continue Reading →
Hálsstuttu svaneðlurnar Kronosaurus hafa oft/stundum verið nefndar Gáseðlur á íslensku. Þær náðu 9-12 m lengd, voru gríðarleg rándýr og veiddu risasmokkfiska, ammoníta og mögulega fiskeðlur sér til matar. Meira hér: Australian Museum Kronosaurus á vef New Dinosaur (með myndum) Prehistoric… Continue Reading →
Svaneðlur skiptast í hálslangar eðlur (plesiosauroids) og hálsstuttar (pliosaurs eða pliosauroids). Á íslenska svæði Wikipediu stendur: „Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m… Continue Reading →
Grameðlan (fræðih. Tyrannosaurus Rex) er sú risaeðla sem flestir þekkja og eins og fræðiheitið gefur til kynna, eiginlegur konungur þeirra í huga margra. Hún gekk um á öflugum afturfótum og hélt jafnvægi með stórum halanum, en örsmáir framfæturnir náðu ekki… Continue Reading →
© 2025 Risaeðlur og fornir félagar — Powered by WordPress
Theme by Anders Noren — Up ↑